Svolítið um mig

Ég er fædd og uppalin á Blönduósi, en hef búið víða.
 
Núorðið hef ég vetursetu á Tenerife og aðal áhugamálin eru prjónarnir og fjallgöngur.
 
Ég lærði ung að prjóna hjá langömmu minni, Önnu Sigurðardóttur í Brekkukoti, og í grunnskóla eins og tíðkaðist á þeim tíma.
 
Kringum tvítugt, fór ég að prjóna töluvert á börnin mín og hef prjónað mikið síðan.
 
Á nokkurra ára tímabili prjónaði ég lopapeysur og seldi, en varð að hætta því vegna ofnæmis.
 
Ég hef alltaf átt erfitt með að prjóna eftir uppskrift og þurft að breyta þeim og bæta eftir mínu höfði, sérstaklega þegar kemur að sniðinu á flíkinni, og með hugann við hvernig barninu líður í henni.
 
Í gegnum árin hef ég svo hannað og prjónað margar barnaflíkur, en á síðasta ári ákvað ég að koma þeim á blað og leyfa öðrum að njóta, svo nú er þessi síða komin upp.
 
Vona að þú njótir.
Jónína Baldursdóttir
Jónína Baldursdóttir prjónahönnuður | Amma Prjónína
Shopping Cart
Scroll to Top